top of page

Hverjir hafa áhrif á líf barna

Þegar við skoðum snjalltækjanotkun út frá hegðun foreldra, forráðamanna og þeirra sem annast börn er mjög líklegt að hegðun okkar hafi áhrif á þeirra hegðun. Það er uppalandans að velja hvað skiptir máli og hvað ekki, og ef uppalandi eyðir mestmegnis af sínum tíma með tæki á við síma, iPad, tölvu eða sjónvarp við hönd þá gera börnin það líka. Þegar við skoðum snjalltækjanotkun þá eru það foreldrar/forráðamenn sem geta haft mestu áhrifin á snjalltækjanotkun barna sinna, bæði góð og slæm. Það er verk foreldra/forráðamanna að setja reglur þegar kemur að skjánotkun og einnig verk foreldra/forráðamanna að sjá til þess að börnin fylgi þeim eftir.

Áhrifavaldar í lífi ungra barna

Foreldrar/forráðamenn

Vertu góð fyrirmynd.

Ef þú ert alltaf í símanum þínum eða fartölvunni mun barnið þitt vera það líka. Leyfðu barninu þínu að sjá þig leggja græjurnar þínar vísvitandi frá þér í kvöldmat, fjölskylduferðum eða fyrir háttatíma. Það mun virðast meira eins og góðir siðir og minna eins og refsing þegar þú biður barnið þitt að gera alveg það sama.

Umönnunaraðilar

Ef við tölum um fyrirmyndir þá er alltaf verið að hamra á því að þeir sem annist börn séu fyrirmyndir barnanna (Heilsuvera.is,  e.d). Þegar við skoðum snjalltækjanotkun út frá hegðun foreldra, forráðamanna og þeirra sem annast börn er mjög líklegt að hegðun okkar hafi áhrif á þeirra hegðun.

Starfsmenn leikskóla

Sem starfsmenn leik og grunnskóla þá er mikilvægt að vera ekki með símann uppi við í starfi. En svo er líka mikilvægt fyrir starfsmenn sem eru að vinna náið með börn að kenna þeim á skjáinn, hægt og rólega. Við sem fullorðnir einstaklingar og fyrirmyndir verðum að kenna börnunum okkar að nota þessa tækni varlega, skynsamlega og siðferðilega. Það þarf að aðstoða börnin og kenna þeim hvernig á að lágmarka hætturnar og hámarka ávinninginn (Graber,  2019).

bottom of page