top of page

Hugmyndir að því sem getur komið í staðinn fyrir skjátæki

fjölskylda leikur.webp

Af hverju ?

Ástæðan fyrir framsetningu þessara hugmynda um afþreyingu utan skjátækjanotkunar er að við höfum í gegnum rannsóknir okkar og niðurstöður fundið að ung börn virðast eyða allt of miklum tíma í skjátækjum sínum. Við vonum að þessar hugmyndir geti nýst foreldrum, forráðamönnum og jafnvel starfsfólki leikskóla sem leitar eftir viðmiðum um skjátíma, sem og hugmyndum að öðrum valkostum um afþreyingu eða fræðslu fyrir ung börn.

Hugmyndir

Opinn efniviður

Þegar við tölum um opinn efnivið þá erum við að tala um "dót" eins og leir, vatn, kubba, áhöld og lituð hrísgrjón/litað pasta, slæður, allsskonar trékubba, rör og boltar og þess háttar. Opin efniviður hefur þá kosti að barn getur virkjað ímyndunarafl sitt til þess að leika sér, yfirleitt leika börn sér betur og lengur með opinn efnivið. 

Dæmi:

 

Foreldri setur kar eins og bala eða fötu með vatni út og hægt er að bæta við ýmsum áhöldum eða efnivið.

Búa til leir og hafa ýmis konar efnivið til þess að setja í leirinn. https://www.leikvitund.is/blog/heimagerdur-leir

Setja vatn í skál með einhverju áhugaverðu dóti og frysta, leyfa barni að reyna komast að dótinu með t,d úðaprúsa, penslum og þess háttar.

Foreldri litar pasta eða hrísgrjón og lætur þorna. Svo er hægt að leika sér með ýmis áhöld eins og bolla, glös, skeiðar og þess háttar. https://www.leikvitund.is/blog/litud-hrisgrjon

Svo er einnig mjög sniðugt að biðja ættingja og vini um að gefa barninu opinn efnivið að gjöf (afmælis og jólagjafir). Þá eins og trékubba, segulkubba, jafnvægisbretti, klifurgrindur eða soft play dýnur.

https://www.leikvitund.is/blog?tag=skynjunarleikir

​Útivera

Mikilvægt er að finna hluti sem er hægt að gera saman og þroska þannig heila barnsins. Útivera er tilvalin valkostur því að úti þá er hægt að ná gæða samverustund, hreyfingu og mikil örvun fyrir barnið á sér stað. Það nær að sulla í pollunum eða hoppa á milli steinanna eða klifra í trjánum. Þetta er örvun sem er ekki hægt að fá við skjáinn. Vertu góð fyrirmynd fyrir barnið þitt. Það sem hefur mest áhrif á börnin eru foreldrar eða forráðamenn og því skiptir miklu máli að þú sem forráðamaður sýnir gott fordæmi. 

Hér eru dæmi:

Frjáls útivera: Klæðið ykkur eftir veðri og farið út, leyfðu barninu að ráða för og vertu til staðar til þess að leiðbeina, spurja spurninga og passa upp á öryggi.

Skipulögð útivera: Skipulagðu útiveruna á þann hátt að þú sem forráðamaður ert búinn að velja stað eins og leikvöll, skóg, fjöru eða þess háttar. klæðið ykkur eftir veðri og haldið af stað annað hvort fótgangandi eða á bíl. Ef um lengri vegalengdir er að ræða þá er gott að vera með tilbúið nesti og taka nestipásur úti í náttúrunni.

Nokkrir punktar:

- Klæða sig eftir veðri, foreldrar verða líka blautir og kaldir ef þeir eru ekki rétt klæddir. 

- muna : Það er ekki til vont veður, bara illa klætt fólk :) 

- Vera með tilbúið nesti í ísskápnum svo auðvelt sé að grípa það með.

- Taka með poka fyrir hin ýmsu verkefni eins og að týna rusl eða safna alls konar fjársjóðum 

- Gott er að eiga vatnsmálningu og pensla til þess að taka með og mála steina eða snjó.

- Gott er að eiga tilbúna tösku með allsskonar búnaði í sem auðvelt og fljótlegt er að grípa í.

Góðir miðlar sem hægt er að skoða og til þess að fá hugmyndir.

-Natureplaymom (instagram)

-Leiksamfélagið (instagram)

-miðdstoðutivistarogutinams (instagram)
-aplayfilledlife (instagram) 
-leid.ad.uppeldi (instagram)

-kidssensoryplay (instagram)

-littleoneslearn (instagram) 

-nicole_kidsphysio (instagram) 

-mindful_madre (instagram)

-mothercould (instagram)

Þáttaka barnanna

Þáttaka barna í hinum ýmsu húsverkum og eldamennsku getur verið mjög áhrifarík leið til þess að leyfa börnum að hjálpa og eiga góða samverustundir í leiðinni.

Auðvitað eru mikil þrif og þolinmæði sem fylgir því að leyfa börnum að hjálpa til við að baka eða elda, en börn læra það sem fyrir þeim er haft og með tímanum verður þetta auðveldara og töluvert minni óreiða sem fylgir.

Ung börn geta endalaust komið okkur á óvart og er það okkar upplifun að börnum finnst mjög gaman að fá að taka þátt. þá er líka sniðugt að leyfa börnum að hjálpa til við að þrífa. Hægt er að rétta til dæmis blauta tusku og lítinn spreybrúsa með litlu vatni í þá fær barn tækifæri á að líða eins og það sé að hjálpa. Hjálpa við að finna alveg eins sokka, brjóta saman þvottapoka og minniháttar verkefni sem eru mjög stór og mikilvæg fyrir þeim. Það þarf ekki að vera flóknara en það að fá þau til þess að henda í ruslið fyrir mann. Einnig hægt að leyfa barni að rétta þér úr uppþvottavélinni en áður en barn hjálpar þá er foreldri búið að fjarlægja þunga og hættulega hluti. Eins og komið hefur fram þá taka þessar athafnir mikla þolinmæði foreldra en ekki má gleyma að þessar athafnir geta verið mjög góðar samverustundir í leiðinni. Einnig er mjög lærdómsríkt fyrir börnin að taka þátt og á meðan spyr foreldri spurninga eins og hvað eru margir diskar í uppvöskunarvélinni, hvernig er þessi sokkur á litinn og þess háttar.

Ráð til foreldra

Það er krefjandi að ala upp börn, Það vita það allir! Þannig þó að sumir dagar fari ekki alveg eins og þú hefðir planað þá, þá er það alveg allt í lagi. Þó að þú farir ekki út að leika með þeim eftir vinnu eins og þú ætlaðir eða þú gefur þeim serios í kvöldmat, það er allt í lagi. Við erum öll mannleg, gerðu þá bara frekar leik úr því að þið séuð að borða morgunkorn í kvöldmatinn. Og mundu það að það kemur dagur eftir þennan dag :)  Það eina sem sem skiptir reglulegu máli er að þau finni fyrir ást og umhyggju.  

Það getur verið snúið verkefni að tala við börn um skjátíma og setja þeim reglur. Hérna koma því nokkur ráð sem geta kannski hjálpað þér við það. 

-Reyndu að skilja skjánotkun barnsins þíns.

Biddu barnið þitt að segja þér frá hvað sé uppáhaldsefni eða viðfangsefni sem það er að fást við á netinu. Af hverju höfðar þetta til barnsins þíns? Reyndu að leggja þig allan fram í að sjá af hverju barnið þitt er heillað af þessu.

 

-Spurðu um tillögur barnsins varðandi takmörk.

Það er freistandi að setja reglur og stundum er það nauðsynlegt en það getur oft verið sterkur leikur að spyrja börn hvað þeim finnst vera eðlileg takmörk á skjátíma. 

-Svo er það númer 1,2 og 3 vertu góð fyrirmynd!

(Kennedy-Moore, 2019)

Það eru til mörg smáforrit sem gera foreldrum kleift að fylgjast með eða setja mörk á skjátíma barna. Ef þú leitar að „screen time control“ í leitarvélinni á vefnum þá koma upp mörg sniðug smáforrit þar sem og hver og einn getur fundið hvað hentar þeirra fjölskyldu.


 

www.skjatimavakinn.is er heimasíða sem ​auðveldar fjölskyldum að hafa  stjórn á skjátímanotkun heimilisins á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.

 

bottom of page