top of page
Skjánotkun yngri barna
Vefsíðan okkar ber heitið Skjánotkun yngri barna og er samantekt af ráðleggingum og upplýsingum til foreldra, forráðamanna og starfsmanna í leik-og grunnskóla. Síðan inniheldur hugmyndir af athöfnum sem er hægt að viðhafa í staðinn fyrir notkun snjalltækja og hugmyndir að samverustundum sem er hægt að eiga bæði inni og úti. Inni á síðunni má líka finna dæmi um þroskandi smáforrit og sjónvarpsþætti sem börnin geta horft á með foreldrum sínum ásamt texta um heilsu yngri barna í tengslum við skjánotkun. Vefurinn byggir á rannsókn okkar sem ber heitið Skjánotkun yngri barna: Áhrif aukinnar skjánotkunar á líf og heilsu yngri barna. Hægt er að finna greinargerðina á Skemmunni og var hún unnnin sem lokaverkefni okkar í uppeldis og menntunarfræði.
bottom of page