top of page

Smá um okkur

338927485_1937808016590880_7856751405032797263_n.jpg
mynd.jpg

Við heitum Jóhanna Ósk og Þórdís Helga og er þessi vefsíða partur af BA-verkefninu okkar úr uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Verkefnið okkar ber heitið Skjánotkun yngri barna; Hvernig hefur aukin skjánotkun áhrif á líf og heilsu yngri barna. 

Markmiðið með þessu verkefni var að skoða hvernig aukin snjalltækjanotkun hefur áhrif á líf yngri barna á aldrinum núll til sex ára og búa til vefsíðu út frá greinargerðinni okkar. Skjánotkun og hegðun yngri barna hefur lítið verið skoðuð hér á landi og er þetta tilraun okkar til þess að skoða þá þætti betur til þess að auka þekkingu á því sviði. Með með því sögðu er markmiðið með eftirfarandi verkefni að deila með foreldrum og öðrum fullorðnum sem eru mikið í kringum börn þeim upplýsingum sem við höfum safnað saman, um áhrif skjánotkunar á líðan og heilsu barna ásamt ýmsum öðrum upplýsingum og ráðleggingum.

Jóhanna Ósk

Ég heiti Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir og er 25 ára. Ég er fædd og uppalinn á suðurnesjunum, ég vinn sem leiðbeinandi í leikskóla og sem frístundarleiðbeinandi í félagsmiðstöðinni Eldingin og hef gert í um það bil síðustu 6 ár.

Þórdís Helga

Ég heiti Þórdís Helga Másdóttir og er 26 ára. Ég er fædd og uppalin á Suðurnesjum. Ég er gift og er með fjögur börn. Ég vinn sem leiðbeinandi á leikskóla og hef gert það að verða í 5 ár. 

bottom of page