Hugmyndir að þroskaleikjum og áhorfsefni fyrir yngri börn
Hugmyndir að leikjum
Hér fyrir neðan eru hugmyndir að smáforritum fyrir krakka í nám og leik
GEORG OG FÉLAGAR
Georg og félagar eru mættir til leiks í fræðandi og skemmtilegum leik.
(mimisbrunnur.is)
INNIPÚKINN Í UMFERÐINNI
Vinirnir Doddi og Matthildur kenna vinum sínum Innipúkanum hvernig á að haga sér í umferðinni í þessum leik sem er ætlaður fyrir krakka á aldrinum 5-10ára.
(mimisbrunnur.is)
MYNDASAGA – BÚÐU TIL SÖGU ÚR MYNDUM OG STÖFUM
Forritið er sandkassi til að leika sér með myndir og stafi.
Hægt er að nota forritið í skólastarfi til að þjálfa þekkingu á bókstöfunum og æfa sig að raða þeim svo þau myndi orð.
Opin verkefni eins og sandkassar eru í eðli sínu örva auk þess sköpun og frumleika í hugsun.
(mimisbrunnur.is)
MJÁSI
Sögumaður segir sögu um Mjása sem hefur týnt fötunum sínum og ratar ekki heim. Við lesningu sögunnar þarf notandi að hjálpa Mjása að yfirstíga ýmsar þrautir sem verða á vegi hans. Margar skemmtilegar persónur koma fyrir í sögunni og hafa þær allar áhrif á framgang mála í þessu skemmtilega ævintýri.
(mimisbrunnur.is)
LÆRUM STAFINA
Lærum stafina er skemmtilegt íslenskt forrit fyrir börn sem eru að læra stafina og stafrófið.
(mimisbrunnur.is)
TINY HANDS
Litir, stærðir, form, flokkun, röðun, pörun, talnaskilningur o.fl.
Vandaðir leikir fyrir börn á leikskólaaldri, henta líka vel fyrir sérkennslu. Unnið er með hugtök og rökhugsun á skemmtilegan hátt. Hver leikur samanstendur af nokkrum stuttum þrautum sem henta vel til að æfa börn í að skiptast á. Leikirnir hafa þann kost að yfirleitt er ekki talað inn á þá á ensku, verkefnin skýra sig einnig að mestu sjálf þannig að þeir eru lausir við skýringartexta á skjánum. Tónlist og grafík í leikjunum eru til fyrirmyndar. Tiny Hands smáforritin voru hönnuð í samstarfi við kennara og barnasálfræðinga. http://snjalltaekni.xoz.is/efni/smaforrit/laesi---ordafordi-og-skilningur-
Hugmyndir að áhorfsefni
Blæja
Þátturinn um Blæju og fjölskyldu er samblanda af blíðum húmor og einhvers konar kennslustund. En þessar kennslustundir snúast ekki um bókstafi eða tölustafi. Þess í stað snúast þær um tilfinningagreind, að hugsa um aðra, skiptast á, samstarf, gefðu þér tíma fyrir fólkið, eða í þessu tilfelli hundana, sem þú elskar. Það er líka sérstaklega ekki bara að miðla kennslustundum fyrir krakka, foreldrarnir hafa jafn gaman af þessum þáttum.
(k100.mbl, 2022)
Smástund
Smástund eru þættir á RÚV sem henta vel fyrir þau allra yngstu, í hverjum þætti er farið yfir orð, liti, tölur og tónlist.
https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/smastund/33098
Stundin okkar
Bolli og Bjalla bralla ýmislegt við gerð á þættinum Stundinni okkar. Þátturinn er samansettur af mörgum og mismunandi smáseríum. Meðal annars er farið á verkstæði þar sem ímyndunaraflið ræður ríkjum, krakkaútgáfa af spurningaþættinum Kappsmáli, skoðað vísindin á bak við ýmis hversdagsleg fyrirbæri.
https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/stundin-okkar/29959