Hér á Íslandi alast börn upp við mikla snjalltækjanotkun og eru foreldrar hvattir til þess að fylgja ákveðum viðmiðum um snjalltækjanotkun. Foreldrar eru hvattir til þess að passa að skjánotkun komi ekki í staðinn eða í veg fyrir almenna hreyfingu, útiveru, samskipti, læsi, svefn eða matartíma. Á heilsuveru er hægt að finna skjátíma viðmið sem foreldrar og forráðamenn geta fylgt.
Viðmið eftir aldri
0-18 mánaða
-
Forðist allan skjátíma hjá börnum yngri en 18 mánaða. Hér er þó ekki átt við samskipti í gegnum netið við fjarstadda ættingja og vini.
-
Skjárinn á aldrei að vera barnfóstra.
18 mánaða - 5 ára
-
Takmarka skal skjátíma, sérstaklega hjá yngstu börnunum.
-
Hugaðu að þinni eigin skjánotkun sem foreldri og fyrirmynd. Börn þurfa athygli foreldra sinna.
-
Veldu vandað og þroskandi efni á móðurmáli barnsins og horfðu á það með barninu.
-
Kynntu þér leiki og smáforrit sem barnið notar til að fullvissa þig um að þau hæfi aldri og þroska barnsins.
-
Veldu verkefni og leiki sem bjóða upp á hreyfingu.
-
Ræddu við barnið um það sem það sér og upplifir, m.a. til að örva málþroska.
-
Gættu þess að hafa sjónvarpið ekki stöðugt í gangi, það grípur athygli og hefur neikvæð áhrif á eðlilega hreyfiþörf barnsins.
-
Ekki nota skjátæki til að róa barnið. Barnið þarf að læra að stjórna tilfinningum sínum.
-
Skipulegðu reglulegar skjálausar stundir með barninu þínu.
-
Skjárinn á aldrei að vera barnfóstra.
Hjálplegar aldursmerkingar
Þessar merkingar er hægt að finna inn á Miðlalæsi (barn.is, e.d). Hér erum við með aldurstakmörk fyrir ýmsa samfélagsmiðla. Á síðu miðlalæsis kemur fram að það sé mikilvægt að foreldrar virði þessi aldurstakmörk og geri sér grein fyrir því að þau eru sett til verndar börnum, og byggja m.a. á því að börn undir 13 ára aldri hafa ekki tekið út fullan andlegan og félagslegan þroska og búa því ekki endilega yfir hæfni til þess að átta sig á því hvaða áhrif samskipti á Netinu geta haft og hvernig þau eru öðruvísi en önnur samskipti.
Þessar merkingar er hægt að finna inn á Miðlalæsi (barn.is, e.d). Hér höfum við aldursmerkingar sjónvarpsþátta, kvikmynda og tölvuleikja sem þjóna þeim tilgangi að vara við efni sem er skaðlegt börnum og þroska þeirra.